Jón Marinó Jónsson,
hljóðfærasmiður
Ég
lauk prófi í fiðlu-, víólu-, selló- og kontrabassasmíði frá
Newark og Sherwood College í Newark on Trent, Englandi vorið
2000 og hef ég starfað við smíðarnar síðan. Vinnustofa mín
er við heimili mitt á Hraunbraut í Kópavogi. Að loknu námi
mínu flutti ég til Íslands þekkingu í listgrein sem ekki
hefur verið stunduð hér áður svo nokkru nemi en hún á sér
aldalanga hefð á meginlandi Evrópu. Hér á landi eru nú
starfandi tveir fiðlusmiður og er ég annar þeirra. Auk smíði
nýrra hljóðfærra, sem eru algjörlega handunnin, sinni ég
viðgerðum á hljóðfærum tónlistarmanna en þá þjónustu hefur
skort algerlega á Íslandi árum saman. Tel ég starf mitt því
kærkomna viðbót við þá uppbyggingu sem á sér stað í
menningar og tónlistarlífi hér á landi. |
Ég hef þegar smíðað sjö fiðlur,
eina víólu og eitt selló og á ég þessi hljóðfæri öll sjálfur
nema tvær fiðlur. Hef ég þegar haldið þrjár sýningar á þeim
og þar af tvær í Salnum í Kópavogi við góðar undirtektir. |
|
Þess má geta að hljóðfærin hafa
verið prófuð af þjóðþekktu tónlistarfólki s.s.
Sigrúnu Eðvaldsdóttur, fiðluleikara og konsertmeistara
Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Guðnýju Guðmundsdóttur,
fiðluleikara og konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar
Íslands, Szymon Kuran, fiðluleikara, Auði Hafsteinsdóttur,
fiðluleikara, Helgu Þórarinsdóttur, víóluleikara, Erling
Blöndal Bentsyni, sellóleikara og Gunnari Kvaran,
sellóleikara og hafa þau öll gefið þeim bestu einkunnir.
Þess má einnig geta að Sigrún Eðvaldsdóttir notaði
handsmíðaða fiðlu frá undirrituðum við upptöku
Sinfóníuhljómsveitarinnar á tónverkinu Baldri eftir Jón
Leifs sem gefinn verður út á geisladiski á næstunni.
|